Parkour stuttmynd
Eins og kom fram í Fréttablaðinu 6. mars hefur stuttmyndin Leyndarmálið fengið mikið áhorf á vefnum YouTube. Myndin fjallar um deilur tveggja vina sem enda með æsispennandi eltingaleik.
Þrír nemendur úr Borgarholtsskóla, þeir Einar Benediktsson, Jóhann Bjarni Pétursson og Magni Grétarsson, eru meðal áhættuleikara í myndinni. Þeir eru í hópi sem kallar sig Futeki Kensei. Meðlimir hans æfa jaðaríþróttina „parkour“ eða „free running“ en hún gengur út á að leika alls kyns hundakúnstir án þess að verða fyrir hnjaski.
Hér er hægt að sjá myndina á YouTube.
Hluti af parkour hópnum.