Heimsóttu Landhelgisgæsluna
Sérnámsbraut hefur að undanförnu farið í heimsóknir í ýmsar stofnanir. Nú síðast heimsóttum við Landhelgisgæsluna.
Eftir að hafa ekið gegnum öryggishliðið fórum við inn í flugskýli og skoðuðum bæði þyrlu og flugvél.
Okkur var einstakega vel tekið og fengum við frábæra leiðsögn. Þetta var vel lukkuð og skemmtileg ferð.