Sálfræðinemar til London

14/3/2012

  • Home Freud

Hópur sálfræðinema í Borgarholtsskóla fór með kennurum sínum í 5 daga námsferð til London dagana 8. til 12 mars. Dvalið var í háskólahverfinu í Bloomsbury í næsta nágrenni við sálfæðideild Háskólans í London.

Í ferðinni var farið á ýmis áhugaverð söfn er varða sögu og listir og fyrrum heimili Sigumunds Freud í Hampstead var heimsótt. Litlu sem engu hefur verið breytt á heimili Freuds og er þar m.a. rekið safn og fræðasetur fyrir sálkönnuði. Á efstu myndinni eru nemendur fyrir framan húsið ásamt kennurum sínum þeim Aroni T. Haraldssyni og Kristjáni Ara Arasyni.

Sálfræðinemarnir nýttu tímann vel í London og komu heim sáttir, glaðir og umfram allt fróðari um lífið og tilveruna. Á neðri myndunum má sjá nemendur á ferð og flugi um borgina.

Green Park
Buckingham PalaceHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira