Sendiherrar á ferðinni
Fimmtudaginn 8. mars komu sendiherrar í heimsókn á sérnámsbraut Borgarholtsskóla og kynntu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Sendiherrarnir eru hópur ungs fólks með fötlun sem sótti námskeið hjá Fjölmennt um ákvæði samningsins þar sem þau fengu staðgóða þekkingu á tilurð og tilgangi samningsins. Auk þess öðluðust þau færni og skilning á því að gerast talsmenn samningsins og mannréttinda almennt. Nemendur brautarinnar tóku vel á móti sendiherrunum, hlustuðu af athygli og báru fram margar spurningar í lokin.