Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012
Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 9.-10. mars. Um 170 ungmenni kepptu í 24 iðn- og verkgreinum. Keppendur tókust á við krefjandi verkefni þar sem reyndi á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Fimmtán nemendur við Borgarholtsskóla kepptu á mótinu og stóðu sig mjög vel. Róbert Arnarsson og Þorleifur Halldórsson kepptu í málmsuðu en voru ekki á meðal efstu manna.
Keppendur í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Sjá stærri mynd.
Efstu sæti í bíliðngreinum fóru til Borgarholtsskóla:
Bifreiðasmíði
Gull: Goði Ómarsson
Silfur: Ingi Rafn Brynjólfsson
Brons: Björn Jóhansson og Hjörtur Hafsteinsson
Bifvélavirkjun
Gull: Guðjón Þórólfsson
Silfur: Kristján Björn Snorrason
Brons: Eiríkur Júlíus Einarsson
Bílamálun
Gull: Karl Ísleifsson
Silfur: Brynjar Sigurðsson
Brons: Sindri Georgsson og Valdimar Klemens Ólafsson
Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson, nemandi á félagsfræðabraut, flutti tónlistaratriði ásamt félögum sínum.
Lesa meira um keppnina á verkidn.is.