Gettu betur

11/3/2012

  • Gettu betur lógó

Borgarholtsskóli mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í 8 liða útslitum Gettu betur í Sjónvarpinu föstudaginn 9. mars. MH sigraði með 5 stigum, en lokatölur urðu 19-14 MH í vil eftir hörkukeppni. Borgó byrjaði betur í viðureigninni og eiga strákarnir hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Í liði Borgarholtsskóla voru Valur Hreggviðsson, Grétar Atli Davíðsson og Arnór Steinn Ívarsson. Söngkonan Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir flutti tónlistaratriði.

Þessir skólar hafa báðir náð langt í keppninni undanfarin ár. Lið MH hefur oft keppt í undanúrslitum, m.a. 2011 og líka keppt til úrslita en aldrei náð að krækja sér í Hljóðnemann. Lið Borgarholtsskóla hefur einu sinni hampað verðlaunagripnum og nokkrum sinnum keppt í undanúrslitum. Hér eru myndir frá sigrinum gegn MA í mars árið 2005.

Borgarholtsskóli lagði Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskóla Borgarfjarðar í fyrri umferðum þessa árs.

Gettu betur liðið á vorönn 2012


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira