Frábær árangur í eðlisfræðikeppni

6/3/2012

  • Hluti þátttakenda í Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna

Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna var haldin þann 14. febrúar síðastliðinn. Í kringum 200 nemendur taka þátt í keppninni á hverju ári og að þessu sinni voru 10 nemendur frá Borgarholtsskóla með í þeim hópi. Þeir stóðu sig allir með sóma í keppninni.

Pétur Rafn Bryde var í 6. sæti á landsvísu og vann sér þannig rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Háskóla Íslands 23.-24. mars.

Keppnin fer þannig fram að staðlað skriflegt próf er lagt fyrir þátttakendur í hverjum framhaldsskóla fyrir sig.  Þeir 14 nemendur sem standa sig best, þegar á heildina er litið, er boðið í úrslitakeppnina sem haldin er í Háskóla Íslands 23.-24. mars.  Fimm sterkustu nemendurnir í úrslitakeppninni fara síðan sem fulltrúar Íslands á Ólympíuleikana í eðlisfræði sem fram fer í Tallin 15.-24. júlí. 

Borgarholtsskóli óskar Pétri hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur og góðs gengis í úrslitakeppninni.

Hægt er að skoða stærri mynd af hluta hópsins frá Borgarholtsskóla með því að smella á myndina. Pétur er fyrir miðju. Myndina tók Magnús Hlynur Haraldsson kennari þeirra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira