Íslandsmeistari fullorðinna í kata
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið laugardaginn 3.mars í íþróttahúsi Hagaskóla. Kristján Helgi Carrasco, nemandi á náttúrufræðibraut, varð hlutskarpastur í karlaflokki. Þetta er glæsilegur árangur hjá Kristjáni sem hefur staðið sig vel í íþróttinni en hann var valinn karatemaður ársins 2011 í desember. Hann er aðeins 19 ára.
Karate er austurlensk bardagaíþrótt sem skiptist í kata og kumite. Í kata framkvæmir hver keppandi röð æfinga sem hugsuð er sem bardagi við ímyndaðan andstæðing. Í kumite eru það hins vegar tveir keppendur sem eigast við.
Sjá nánar á vef Karatesambands Íslands: http://www.kai.is/