Söfnuðu fyrir UNICEF
Nemendur í áfanganum FÉL313 – félagsfræði þróunarlanda - fóru í heimsókn til UNICEF á Íslandi. Tilgangurinn var að afhenda tæplega 150.000 krónur sem þau söfnuðu með kökubasar á skóhlífadögum og meðal vina og ættingja.
Starfsfólk UNICEF á Íslandi var ánægt með heimsóknina eins og kemur fram hér.
Í áfanganum gerðu nemendur einnig kynningarmyndband til að fræða aðra í Borgarholtsskóla undir leiðsögn Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kennara.
Íslensk landsnefnd UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) starfar að fjáröflun og vitundarvakningu á réttindum barna um allan heim. Sjá nánar á www.unicef.is.