Skóhlífadagar

16/2/2012

  • Nemendafélag Borgarholtsskóla

Árlegir skóhlífadagar voru haldnir í skólanum dagana 15.-16. febrúar. Um er að ræða þemadaga þar sem hefðbundin kennsla fellur niður en í staðinn er boðið upp fjölbreytt námskeið og skoðunarferðir. Allir lögðust á eitt við að gera þessa daga skemmtilega og árangursríka.


Nemendaráð sá um skipulagningu ásamt félagsmálateymi úr röðum kennara, þeim Guðnýju Maríu, Hönnu Björgu og Sigurði Þóri.

Námskeið sem voru haldin innan skólans voru á vegum kennara en einnig komu utanaðkomandi aðilar með fræðslu. Sem dæmi um fjölbreytt viðfangsefni sem nemendur gátu valið um má nefna: gönguferð á Úlfarsfell fyrir fólk með hunda, námskeið um öryggi á fjöllum, badminton, indversk matreiðsla, fyrirlestur um laxveiði og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum dögum.

Skóhlífadagar 2012
Þrír kennarar úr bíla- og málmdeild ásamt 58 nemendum fóru á 17 jeppum í Þórsmörk. Ferðin heppnaðist vel þrátt fyrir mikla rigningu og rok.

Skóhlífadagar 2012


Skíðaferð hjá íþróttakennurum féll niður vegna veðurs í Bláfjöllum en þess í stað var farið í Bláa lónið.

Íslensku- og listgreinakennarar skipulögðu ferðir á söfn og í leikhús. 


Góð þátttaka á hraðskákmóti vakti áhuga fyrir að stofna skáklið við skólann.

Skóhlífadagar 2012

Bæði strákar og stelpur mættu á prjónanámskeið.

Skóhlífadagar 2012

Nemendur í áfanganum FÉL313 sem fjallar um þróunarlönd voru með kökubasar til styrkar UNICEF. Þetta voru gómsætar kökur sem seldust vel.

Skóhlífadagar 2012

Í málmdeild lærðu nemendur að smíða skóhorn.

Skóhlífadagar 2012

Félagsvistin var vinsæl eins og á síðasta ári.

Skóhlífadagar 2012

Sálfræðinemar buðu upp á bón og þrif til styrktar sálfræðiferð til London.

Skóhlífadagar 2012

Frá brauðgerðarnámskeiði hjá Ásdísi.

Skóhlífadagar 2012

Á skyndihjálparnámskeiði lærðu nemendur meðal annars hjartahnoð.

Skóhlífadagar 2012

Það er von okkar að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira