Glæsiballið - myndir
Fimmtudagskvöldið 16. febrúar var Glæsiball Borgarholtsskóla haldið hátíðlegt í sal skólans.
Það voru fjölbreytt skemmtiatriði í boði. Innifalið í miðaverði var þriggja rétta máltíð; sveppasúpa, kjúklingur og súkkulaðikaka.
Þorsteinn Guðmundsson var veislustjóri kvöldsins.
Um 180 nemendur mættu á ballið
25-30 starfsmenn báru fram matinn og sáu um uppvask.
Nemendur sýndu glæsiballskvikmynd og nokkrir kennarar tróðu upp.
Einnig komu fram Daníel Geir fyndnasti maður Íslands og Lalli töframaður.
Ívar Guðmunds hjá nemendaráði sá um tæknimálin.
Mötuneyti skólans eldaði matinn.
Að lokinni vinsældakosningu var stiginn dans.