Kristmundur í úrslit söngvakeppni

9/2/2012

  • Kristmundur Axel ásamt félögum í Blár Ópal

Í apríl 2010 sigraði Borgarholtsskóli söngkeppni framhaldsskólanna. Kristmundur Axel Kristmundsson samdi og rappaði textann Komdu til baka við lagið Tears in heaven eftir Eric Clapton. Með honum á sviðinu voru Júlí Heiðar söngvari og Guðni Matthíasson gítarleikari.

Nú hefur Kristmundur aftur náð athygli á tónlistarsviðinu. Hann og félagar hans í sönghópnum Blár Ópal eru komnir í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Stattu upp. Lag og texti er eftir Ingólfur Þórarinsson (Ingó) og Axel Árnason.

Fimm íslensk lög kepptu í undanúrslitaþáttum í Sjónvarpinu laugardagana 14., 21. og 28. janúar og eftir símakosningu komust tvö þeirra áfram í úrslitaþáttinn. Framlag Íslands til Eurovision keppninnar í Azerbaídsjan í vor verður valið laugardagskvöldið 11. febrúar í Eldborgarsal Hörpu.

Kristmundur var á almennri námsbraut veturinn 2009-2010 en stefnir á að koma aftur í Borgarholtsskóla í haust. Hann gerði hlé á námi til að sinna tónlist.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira