Framsæknir strákar

8/2/2012

  • Vefurinn Ný tónlist

Tveir strákar sem eru við nám í Borgarholtsskóla hafa sett upp sína eigin vefsíðu þar sem hægt er að hlusta á það nýja í heimi tónlistar í dag. Nemendurnir heita Alexander Hugi Jósepsson og Rúnar Smári Ólafsson.

Vefsíðan heitir Ný tónlist og er slóðin á hana www.nytonlist.net. Þar gefst ungu tónlistarfólki kostur á að koma sér á framfæri með því að setja lög inn á síðuna. Vefurinn hefur fengið góð viðbrögð en það hefur meðal annars verið skrifuð grein um hann á bleikt.is en strákarnir hafa einnig farið í viðtöl í útvarpi.

Þess má geta að Alexander Hugi er við nám á félagsfræðabraut og Rúnar Smári er í grunndeild bíliðna.

Þessi frétt var sett inn eftir ábendingu frá nemanda við skólann. Það er gaman að heyra frá því sem nemendur eru að fást við utan skólans. Ef þú hefur ábendingu um jákvæða og skemmtilega frétt er hægt að koma henni á framfæri við vefstjóra bhs.is á þessari síðu: http://www.bhs.is/skolinn/frettaskot/nr/662


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira