Söngvakeppni Borgarholtsskóla
Söngvakeppni nemendafélagsins NFBHS var haldin fimmtudaginn 9. febrúar í Hlöðunni í Gufunesbæ.
Það var Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir sem vann keppnina og með henni á sviði voru þær Bryndís Gunnarsdóttir og Hera Jónsdóttir. Þær sungu lagið You Make My Dreams Come True.
Þær stöllur keppa fyrir hönd Borgarholtsskóla á Söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri seinna á önninni.
Myndir frá keppninni eru væntanlegar inn á vef nemendafélagsins, Borgari.is. Hér fyrir neðan er mynd af Arneyju þegar hún söng á kaffihúsakvöldi Borgarholtsskóla um mánaðarmótin.