Framhaldsskólakynning tókst vel

10/2/2012

  • Sýnishorn af verkefni í bílamálun

Framhaldsskólakynning sem var haldin í Borgarholtsskóla fimmtudaginn 9. febrúar milli kl. 17:00 -18:30 tókst vel. Þar gafst forráðamönnum og nemendum í 10. bekk gott tækifæri til að hitta fulltrúa framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og fá upplýsingar um inntökuskilyrði, námsbrautir, kennslufyrirkomulag, félagslíf og aðbúnað skólanna.

Fulltrúar þrettán framhaldsskóla kynntu sína skóla: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn Hraðbraut, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Verzlunarskóli Íslands, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins.

Jafnframt komu aðilar frá Verkiðn og kynntu iðn- og verknám fyrir nemendum auk þess sem aðilar frá Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, kynntu þjónustu sína.

Náms- og starfsráðgjafar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi stóðu fyrir kynningunni. Um var að ræða nemendur úr 11 grunnskólum á þessu svæði þannig að um talsverðan fjölda var að ræða.

Ágústa og Óttar námsráðgjafar skólans

Ágústa og Óttar námsráðgjafar stóðu vaktina fyrir Borgarholtsskóla.
Á bak við þau eru sýnishorn af verkum nemenda í listnámi. Bleiki pardusinn er verkefni í bílamálun.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira