Þorragleði
Til að efla heilsu og hug starfsfólks bauð íslenskudeild til þorrastofu í löngu frímínútum í dag. Flestir mættu í einhverri lopaflík eða með lopaprýði af einhverju tagi.
Á borðum var þjóðlegur matur í formi smárétta. Meðal annars hákarl, lifrarpylsa, flatbrauð með hangikjöti, harðfiskur og mysa til drykkjar.
Það vakti athygli hve réttirnir voru litskrúðugir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Meðal nýmæla má nefna græn salatblöð eða gulrótarbitar á lifrarpylsu. Viðstaddir sungu nokkur lög, meðal annars Þoraþræl. Þetta var skemmtilegt framtak sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.