Tveir nemendur valdir í A-landslið
Tveir nemendur Borgarholtsskóla, þær Katrín Gylfadóttir og Þórdís María Aikman, voru í vikunni valdar í æfingahóp A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Katrín og Þórdís eru báðar á náttúrufræðibraut ásamt því að vera á afreksíþróttasviði skólans í knattspyrnu.
Stúlkurnar æfa að auki báðar knattspyrnu með Val og hafa leikið með unglingalandsliðum Íslands. Katrín er miðjumaður en Þórdís markvörður.
A-landslið kvenna æfir nú fyrir eitt erfiðasta æfingamót sem haldið er, en það fer fram á Algarve í Portúgal í mars. Í fyrra hafnaði liðið í 2. sæti á mótinu á undan afar sterkum þjóðum.