Frönsk kvikmyndahátíð

26/1/2012

  • Frönsk kvikmyndahátíð

Alliance Française í Reykjavík, Sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið kynna franska kvikmyndahátíð, sem verður haldin í 12. sinn dagana 27. janúar til 9. febrúar í Háskólabíói og í Borgarbíói á Akureyri 17. til 20. febrúar.

Sýndar verða ýmsar tegundir gæðakvikmynda frá Frakklandi, auk mynda frá frönskumælandi svæðum utan Frakklands, s.s. Québec og Tchad. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á kvikmyndir eftir kvenleikstjóra. Þess má geta að þögla opnunarmyndin L'Artiste (The Artist) hlaut þrenn Golden Globe verðlaun fyrir stuttu og er tilnefnd til fjölda Óskarverðlauna.

Félagsmenn í Alliance Française (sýnið félagsskírteinið), framhaldsskólanemar og háskólanemar fá 40% afslátt af miðaverði (700 kr. í stað 1.250 kr.). Einnig er hægt að kaupa miða fyrir fimm myndir á 3.900 kr. í Háskólabíói.

Frönskunemendur við Borgarholtsskóla eru hvattir til að fara á hátíðina.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira