Kaffihúsakvöldið
Það var góð stemning í gærkvöldi þegar salur skólans breyttist í vinalegt kaffihús. 150 manns mættu á staðinn og var ánægjulegt að sjá hve mikill meirihluti þeirra var nemendur.
Þeir sem komu fengu ókeypis happdrættismiða sem gaf möguleika ýmsum vinningum, allt frá bíómiða til líkamsræktarkorts.
Einnig var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði frá nemendum við skólann og fyrrverandi kennara. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir söng 2 lög og töframaðurinn Guðjón Ingi Eiríksson kom fram.
Fyndnasti maður Íslands 2011, Daníel Geir Moritz, skemmti nemendum og Hildur Björk Scheving sýndi dans ásamt vinkonum. Í lok dagskrár tók Júlí Heiðar fram gítarinn og söng 3 lög.
Það var stýrihópur um heilsueflandi Borgarholtsskóla sem stóð fyrir atburðinum í samstarfi við nemendafélag skólans. Mötuneyti skólans bauð upp á góðar veitingar á vægu verði.