Námsþing Borgarholtsskóla

17/1/2012

  • Námsþing Borgarholtsskóla

Virkir notendur námsþings Borgarholtsskóla eru nú orðnir 1048. Sem þýðir að allflestir kennarar og nemendur skólans nýta sér námsþingið til kennslu og náms. Um er að ræða námsumsjónarkerfi sem sumir þekkja undir nafninu Moodle.

Um helgina hófst dreifnám BHS með staðundinni lotu og því var mikið um að vera í skólahúsnæðinu. Dreifnám í Borgarholtsskóla stunda hátt í 200 nemdendur af öllu landinu. Allir stunda þeir heildstætt nám til lokprófs á iðn- og starfsnámsbrautum auk þess sem hópur nemenda stundar nám í listgreinum og margmiðlun. Nú á vorönn gafst starfandi félagsliðum kostur á að hefja viðbótarnám í grein sinni og reyndist mikill áhugi fyrir því. Sjá frétt um viðbótarnámið.

Námsþing Borgarholtsskóla er ómissandi þáttur í samskiptum nemenda og kennara í dreifnámi. Meðal annars vegna umræðutíma, verkefna og við miðlun á námsefni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira