Morfís keppnin

17/1/2012

  • Morfís

Á mánudagskvöld sigraði Menntaskólinn við Hamrahlíð lið Borgarholtsskóla í 16 liða úrslitum Morfís. Viðureignin, sem fór fram í Borgarholtsskóla, var mjög spennandi og fór vel fram. Um 300 manns hlustuðu á umræðuefni kvöldsins sem var „Venjulegt fólk“ og mælti Borgó með en MH á móti. 

Á vef Morfís keppninnar kemur fram að útreikningar dómara um kvöldið voru ekki fullkomlega réttir. Eftir endurreikning framkvæmdastjórnar kom í ljós að heildarstig voru 2872 og munur milli liða 110 stig.

Ræðumaður kvöldsins var Ívar Vincent Smárason, stuðningsmaður MH, en ekki Júlíana Kristín Jónsdóttir stuðningsmaður Borgó eins og fyrr var haldið. Lokaniðurstaðan breyttist ekki og Borgarholtsskóli er úr leik eftir góða keppni.

Morfís lið Borgarholtsskóla var þannig skipað:
Liðsstjóri: Magnús Bjartur Ólafsson
Frummælandi: Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson
Meðmælandi: Júlíana Kristín Jónsdóttir
Stuðningsmaður: Bergþóra Kristbergsdóttir
Þjálfari: Jóhann Fjalar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira