Viðbótarnám fyrir félagsliða

14/1/2012

  • Félagsliðar í framhaldsnámi

Viðbótarnám fyrir félagsliða var að hefjast í Borgarholtsskóla en það var undirbúið í samstarfi við  Starfsmennt sem er samstarfsvettvangur ríkisstarfsmanna um starfsmenntun. Starfsmennt styrkti gerð námskrár fyrir viðbótarnámið og einnig kom hvatning frá Félagi íslenskra félagsliða.

17 félagsliðar skráðu sig í námið en það er fjórar annir og geta nemendur tekið það með vinnu. Markmiðið er að gera starfandi félagsliðum kleift að taka aukna ábyrgð og að mæta síbreytilegum aðstæðum í starfi.

Á undanförnum árum hafa kröfur til velferðarþjónustu aukist til muna og fleiri þurfa sértæka aðstoð. Félagsliðar vinna að endurhæfingu fólks sem vegna félagslegra aðstæðna - veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers konar áfalla - þurfa á sérstökum stuðningi að halda.

Sjá stærri mynd af nemendum ásamt kennslustjórum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira