Sigur í Gettu betur

27/1/2012

  • Gettu betur lógó 2012

Borgarholtsskóli vann Verkmenntaskóla Austurlands 20-7 í 2. umferð Gettu betur í gær. Viðureignin fór fram í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í beinni útsendingu á Rás. Við óskum liðinu áframhaldandi góðs gengis í spurningakeppninni.

Borgarholtsskóli sigraði Menntaskóla Borgarfjarðar með 22 stigum gegn 13 í fyrstu umferð Gettu betur þann 19. janúar.

Skólinn mætir Menntaskólanum við Hamrahlíð í sjónvarpinu föstudaginn 9. mars.

Liðsmenn Borgarholtsskóla eru: Valur Hreggviðsson, Grétar Atli Davíðsson og Arnór Steinn Ívarsson. Arnór er nýr í liðinu. Þjálfari er Sigurður Árni Sigurðsson sögukennari.


Gettu betur liðið á vorönn 2012

Spurningahöfundar og dómarar eru að þessu sinni þau Þórhildur Ólafsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson en spyrjandi er Edda Hermannsdóttir. 

Nánar um Gettu betur á vef RÚV.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira