Fjölhæfur útskriftarnemandi

4/1/2012

  • Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, nemandi af listnámsbraut, fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi við útskrift í desember 2011. Um var að ræða ágætiseinkunnina 9,11. Hlaut hann einnig fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur meðal annars í margmiðlunarhönnun, ensku, íslensku, sögu og félagsfræði.

Hrafnkatli er margt til lista lagt en hann bætti við sig stúdentsprófi eftir að hafa kláraði listnámsbraut síðasta vor. Hrafnkell hefur að auki verið öflugur í félagslífinu en hann hefur setið í nýnemaráði, listanefnd og verið gjaldkeri í stjórn nemendafélags Borgarholtsskóla. Hann hefur bæði lært á jasstrompet og klassískan trompet við tónlistarskóla FÍH auk þess að spila með hljómsveitunum Ghostigital og Captain Fufanu. Við óskum Hrafnkeli velfarnaðar á öllum sviðum í framtíðinni.  

Lesa nánar í viðtali í Morgunblaðinu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira