Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla

17/12/2011

  • Útskrift 2011

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin 17. desember. Að þessu sinni voru 124 nemendur brautskráðir frá skólanum, 32 úr bíliðngreinum, 54 af bóknámsbrautum til stúdentsprófs, 11 af listnámsbrautum, 23 af starfsnámsbrautum og fjórir úr málmiðngreinum.

Áður en útskriftarefni fengu afhent prófskírteini sín fóru Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari og Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari yfir annál skólastarfsins á nýliðinni önn. Bryndís SigurjónsdóttirAð því loknu afhentu kennslustjórar nemendum skírteinin. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna veitti sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í málmiðngreinum.

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson nemandi af listnámsbraut fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni, ágætiseinkunnina 9,11. Hlaut hann einnig fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan árangur m.a. í margmiðlunarhönnun og ensku.

Í ræðu sinni til útskriftarnemenda gerði skólameistari að umtalsefni orð tveggja erlendra gesta sem nýlega hafa heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni. Þau Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Yoko Ono listakona töluðu bæði um mikilvægi þess að sú kynslóð sem nú vex úr grasi geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vera gerandi í eigin lífi. Ekki nægir að standa hjá og bíða eftir því að lífið hendi mann heldur þarf fólk sjálft að bera ábyrgð og taka þátt í að skapa þann heim sem það vill búa í.

Bryndís sagði einnig frá því að í ár hafi útskrifuðum nemanda úr Borgarholtsskóla verið veitt Kærleikskúlan. Leifur Leifsson sem varð stúdent frá skólanum 2006 hlotnaðist þessi heiður en kúlan, sem í ár var hönnuð af áður nefndri Yoko Ono, er veitt þeim úr hópi fatlaðra sem þykir vera verðug fyrirmynd. Meðal afreka Leifs á árinu var að fara fyrir eigin handafli í hjólastól á Snæfellsjökul. Skólameistari gat þess að fjórir af níu handhöfum Kærleikskúlunnar hafi verið nemendur í Borgarholtsskóla.

Þá ávarpaði Lára Björk Bender stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut samkomuna fyrir hönd útskriftarnIMG_5439ema.

Fyrir athöfnina lék Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar nokkur jólalög í anddyri skólans. Sönghópur Borgarholtsskóla, Vox Populi, söng nokkur lög við athöfnina við undirleik Birgis Bragasonar og stjórnandans, Guðlaugs Viktorssonar.Útskriftarhópur desember 2011

Stærri mynd af útskriftarhópi

utskrift 2011-1utskrift 2011-2

utskrift 2011-3

utskrift 2011-7

utskrift 2011-5

AðalsteinnIMG_5453

utskrift 2011-8


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira