Kynjafræði vekur athygli
Grein Jóns Karls var skrifuð sem hluti af námsmati í áfanganum KYN103 sem Hanna Björg Viljálmsdóttir kennir. Hefur áfanginn verið kenndur við skólann síðan 2007 og hefur Hanna Björg unnið mikið frumkvöðlastarf við þróun áfangans. Kynjafræðin hefur verið vinsæl meðal nemenda skólans og er það nánast einsdæmi að valáfangi sem þessi hafi notið slíkra vinsælda önn eftir önn.
Umrædd grein birtist á visir.is þann 6. desember sl. (sjá hér) en daginn eftir var viðtal við Jón Karl bæði í fréttum Stöðvar 2 og í Kastljósinu á RÚV. Viðtal við Hönnu Björg birtist svo á visir.is 8. desember (sjá hér).
Myndirnar eru fengnar af www.visir.is.