Fyndnasti maður Íslands
Daníel Geir Moritz, lífsleiknikennari við Borgarholtsskóla, var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2011. Hann vann fimm keppenda úrslitakvöld þann 18. nóvember þar sem hver keppandi fékk 8-10 mínútur til að sanna sig fyrir dómurum. Daníel er meistaranemi í ritlist við Háskóla Íslands.
Þáttur frá úrslitakvöldi á Mbl Sjónvarp.
Fyndnasti maður Íslands (FMÍ) er keppni í uppistandi og gríni þar sem hver sem er getur spreytt sig. Keppnin hefur verið haldin sjö sinnum áður, fyrst árið 1998.
Þess má geta að Leifur Leifsson, fyrrverandi nemandi í Borgarholtsskóla, tók einnig þátt í úrslitakvöldinu.