Fyndnasti maður Íslands

25/11/2011

  • Daníel Geir Moritz, lífsleiknikennari við Borgarholtsskóla, var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2011.

Daníel Geir Moritz, lífsleiknikennari við Borgarholtsskóla, var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2011. Hann vann fimm keppenda úrslitakvöld þann 18. nóvember þar sem hver keppandi fékk 8-10 mínútur til að sanna sig fyrir dómurum. Daníel er meistaranemi í ritlist við Háskóla Íslands.

Þáttur frá úrslitakvöldi á Mbl Sjónvarp.

Fyndnasti maður Íslands (FMÍ) er keppni í uppistandi og gríni þar sem hver sem er getur spreytt sig. Keppnin hefur verið haldin sjö sinnum áður, fyrst árið 1998.

Þess má geta að Leifur Leifsson, fyrrverandi nemandi í Borgarholtsskóla, tók einnig þátt í úrslitakvöldinu.

Daníel Geir Moritz fyndnasti maður Íslands
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira