Samstarf nemenda
Nemendur í þroskasálfræði á félagsliðabraut og nemendur á sérnámsbraut tóku höndum saman og unnu að sameiginlegu verkefni. Viðfangsefnið var greindarkenning Gardners.
Nemendurnir unnu í hópum og fundu út hvaða greindir (styrkeika) þeir áttu sameiginlega. Að lokinni hópavinnu kynntu allir afurð sína með mjög góðum árangri. Það náðist mynd af kynningum tveggja hópa.
Þetta er í annað skipti sem félagsliðabrautarnemendur og sérnámsbrautarnemendur vinna saman. Kennarar þeirra, þau Ívar og Þórdís, héldu utan um verkefnið. Hér fyrir neðan er mynd af öllum hópnum.