Starfsnám fyrir listnámsnema

18/11/2011

  • ArtECult

Óskað er eftir áhugasömum nemendum af listnámsbraut til að taka þátt í Leonardo samstarfsverkefni sem ber heitið ArtECult IV.

Um er að ræða möguleika fyrir nemendur til að sækja starfsnám í skólum í Finnlandi, Eistlandi og Hollandi.  Nemendum gefst kostur á að sitja í áföngum í ljósmyndun, kvikmyndun, grafískri hönnun, margmiðlun, götuleikhúsi eða öðrum sviðum listgreina sem skólarnir kenna. Einnig er möguleiki að komast í þjálfun hjá fyrirtækjum sem vinna í samstarfi við skólana.

Skilyrði fyrir umsókn eru:

  1. að nemendur hafi lokið fyrsta árs áföngum listnámsbrautar.
  2. að nemendur standi sig vel varðandi verkefnaskil og mætingu almennt í skólanum.
  3. að nemendur séu góðir fulltrúar skóland erlendis og til fyrirmyndar.

Tveir til fjórir nemendur verða valdir til þátttöku og mun styrkurinn frá Leonardo standa undir kostnaði af ferðum, mat og gistingu.

Umsóknum skal skilað 30.11 2011.

Umsóknareyðublað.

Setjið umsóknina í pósthólfið hjá Ara kennslustjóra listnáms á skrifstofu BHS.

Nánari upplýsingar um starfsnámið og erlendu skólana.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira