Fór á Evrópuþing ungmenna

16/11/2011

  • Dagur Jóhannsson

Þann 7. nóvember fór fram fyrirspurnaþing fyrir ungt fólk með sérþarfir. Þingið var haldið hjá Evrópuþinginu í Brussel en það var Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu sem stóð fyrir atburðinum. Öll aðildarlönd miðstöðvarinnar tóku þátt en hvert land gat tilnefnt 3 ungmenni til að sitja þingið. Þema þingsins var nám án aðgreiningar (Young views on inclusive education).

Ásgerður Heimisdóttir, Dagur Jóhannsson og Þórður Jónsson

Dagur Jóhannsson var einn þriggja þátttakenda frá Íslandi en hann er nemendi á sérnámsbraut Borgarholtsskóla. Dagur var í vinnuhópi sem fjallaði um starfsnám (vocational education). 90 ungmenni, þar af 60 með sérþarfir, létu álit sitt og reynslu í ljós á þinginu. Þátttakendur voru frá 27 löndum. Aðrir þátttakendur frá Íslandi voru Ásgerður Heimisdóttir og Þórður Jónsson.

Á myndinni hér fyrir neðan er Dagur ásamt félögum frá öðrum Evrópulöndum.

Dagur Jóhannsson


Evrópuþing ungmenna með sérþarfir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira