Dagur íslenskrar tungu

16/11/2011

  • Möguleikhúsið

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur um allt land 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Í tilefni dagsins sýndi Möguleikhúsið leikritið Völuspá fyrir nemendur í íslensku 303.

Leikritið er eftir Þórarin Eldjárn en byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði.

Íslenskuhópur horfir á Völuspá

Á sviðinu voru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin og Birgir Bragason sellóleikari.

Leikritið Völuspá

Lesa meira um dag íslenskrar tungu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Dagur íslenskrar tungu


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira