Morfís ræðukeppnin

18/11/2011

  • Morfís

Lið Borgarholtsskóla sigraði Hraðbraut í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla. Heildarstig voru 1913 talsins og munaði 527 stigum milli liða. Glæsilegur árangur hjá okkar fólki.

Júlíana Kristín Jónsdóttir, meðmælandi Borgó,  var ræðumaður kvöldsins með 452 stig. Umræðuefnið var ,,Allir ættu að hafa eitt aukalíf" og mælti Hraðbraut með en Borgó var á móti.

Morfís lið Borgarholtsskóla á keppnisárinu 2011-2012 er þannig skipað:
Liðsstjóri: Magnús Bjartur Ólafsson
Frummælandi: Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson
Meðmælandi: Júlíana Kristín Jónsdóttir
Stuðningsmaður: Bergþóra Kristbergsdóttir
Þjálfari: Jóhann Fjalar

Borgarholtsskóli mætir MH í 16. liða úrslitum. Dagsetning verður tilkynnt síðar.

Við óskum liðinu áframhaldandi góðs gengis. Áfram Borgó!

Nemendafélag Borgarholtsskóla lógó

NFBHS - Nemendafélag Borgarholtsskóla


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira