Heimsókn í Þjóðmenningarhús

9/11/2011

  • Íslenskunemendur í Þjóðmenningarhúsi

Nemendur í íslensku 303 fóru á dögunum á handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Þar fræddust þeir um skinnhandrit og skoðuðu þjóðargersemar undir leiðsögn Svanhildar Gunnarsdóttur. Að því loknu settust þeir sjálfir við skriftir og tóku sig vel út eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Berglind, Inga Ósk og Þóra eru kennarar áfangans.


Hægt er að smella á myndina til að sjá hana betur.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira