Leifur hlýtur Kærleikskúluna 2011

13/10/2011

  • Leifur Leifsson ásamt Yoko Ono með Kærleikskúluna 2011

Leifur Leifsson hlýtur Kærleikskúluna árið 2011. Hann hefur verið fatlaður frá fæðingu en ekki látið eigin fötlun hindra sig í að láta drauma sína rætast. Leifur útskrifaðist sem stúdent af félagsfræðabraut Borgarholtsskóla árið 2006.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003. Kúlan í ár ber nafnið Skapaðu þinn eigin heim - Draw your own map og er eftir Yoko Ono.

Leifur var fyrsti maðurinn í hjólastól til að fara upp á Esjuna en naut þar aðstoðar ófatlaðra einstaklinga. Í byrjun þessa árs hóf hann að fara upp á fjöll með eigin handafli og fór nú í sumar upp á Snæfellsjökul í sérútbúnum hjólastól. Leifur gerði heimildamyndina Öryrkinn ósigrandi í samstarfi við Evrópusambandið sumarið 2004. Myndin fjallar um fatlað fólk í hjólastól og hvað það getur gert þrátt fyrir fötlun sína. Við óskum Leifi hjartanlega til hamingju með verðlaunin.

Þess má geta að þremur öðrum nemendum Borgarholtsskóla hefur hlotnast sá heiður að fá Kærleikskúluna. Það voru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir (starfsbraut) árið 2003, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir (félagsþjónustubraut) árið 2007 og Embla Ágústsdóttir (félagsfræðabraut) árið 2009.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira