Myndasögusmiðja

27/10/2011

  • Myndasögusmiðja

Þann 6. október fór fram afar vel heppnuð og fjölmenn myndasögusmiðja í Borgarholtsskóla. Nemendur úr þýsku og listnámi unnu undir handleiðslu Arne Bellstorf, mjög þekkts þýsks myndasöguhöfundar, að gerð myndasögu á nýjan og skemmtilegan hátt. Þó aðalmálið hafi verð enska, lærðu allir ýmis orð sem tengjast teikningu á þýsku.

Myndasögusmiðja


Afraksturinn af smiðjunni var ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur. Allir fengu viðbrögð á sína sögu frá kennaranum. Nokkrir nemendur sem teikna og skrifa myndasögur reglulega notuðu tækifærið og spurðu Arne spjörunum úr.

Fyrir áhugasama látum við heimasíðu Arne Bellstorf fylgja með: www.bellstorf.com.

Beate Detlefs heimsækir bókasafn skólans


Beate Detlefs frá bókasafni Goethe stofnunar í Kaupmannahöfn var með í för en hún heimsótti meðal annars bókasafn skólans. Einnig leit Sabine Friðfinnsson menningarfulltrúi þýska sendiráðsins á Íslandi við.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira