Aðstoðarkennari í þýsku
Nadine Prochazka heitir ung þýsk stúlka sem verður þýskukennurum skólans til aðstoðar fram á næsta vor. Með því að fá hingað þýskumælandi einstakling sem ekki talar íslensku, fá nemendur einstakt tækifæri til að nota þýskuna við raunverulegar aðstæður. Í fyrstu tímunum sat Nadine fyrir svörum hjá nemendum sem sýndu sínar bestu hliðar og spurðu hana spjörunum úr. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og óskum henni góðrar dvalar.
Á myndinni er Nadine ásamt Hauki Hallsteinssyni þýskunemanda á bókasafni skólans.