Kennaranemar mættir til leiks

6/10/2011

  • Kennaranemar haustið 2011

Níu kennaranemar verða í vettvangsnámi hjá okkur í Borgarholtsskóla í vetur. Í hópnum eru eingöngu konur þetta árið, en þær stunda nám í kennslufræðum við HÍ og koma úr ýmsum fögum (íslensku, ensku, þýsku, félagsfræði, landafræði og viðskiptagreinum). Á vikulegum fundum kynnast þær starfinu innan veggja skólans, fara í áhorf og sinna æfingakennslu.

Á myndinni eru kennaranemarnir ásamt Sigurborgu Jónsdóttur þýskukennara sem hefur umsjón með starfsþjálfun þeirra hér í skólanum. Hægt er að smella á myndina til að sjá hópinn betur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira