Vel heppnaður heilsueflingardagur
Það var létt yfir mannauð Borgarholtsskóla á heilsueflingardegi í gær þar sem heilsueflandi Borgarholtsskóla í samstarfi við Landlæknisembættið var formlega ýtt úr vör.
Dagurinn byrjaði með því að Elín Sandra fékk nemendur og starfsfólk með í zumba dans í sal skólans.
Í löngu frímínútunum var boðið upp á ókeypis hafragraut og nýttu um 100 nemendur sér það boð.
Í hádegishléi sagði Bryndís Sigurjónsdóttir frá tilefni dagsins og Geir Gunnlaugsson landlæknir hvatti nemendur til að taka þátt í verkefninu heilsueflandi Borgarholtsskóli. Að því loknu var fáni átaksins dreginn að húni.
Á myndinni er landlæknir ásamt skólameisturum Borgarholtsskóla.
Parkour strákar léku listir sínar í matsal skólans við góðar undirtektir áhorfenda.
Það var líka vinsælt hjá nemendum að reyna sig í skíðaþraut eða taka þátt í skotkeppni eða stuttum leik í fótbolta, handbolta eða körfubolta á bílaplani skólans.
Einnig var hægt að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn.
Nemendur fengu afhenta vatnsbrúsa frá Landlæknisembættinu og mötuneytið kynnti heilsusamlegðar nýjungar. Margir kennarar tóku í kennslustundum sínum með nemendum á málefnum um heilsu og velferð sem er einn af sex grunnþáttum nýrrar menntastefnu.
Við þökkum öllum þeim sem komu með einum eða öðrum hætti að deginum kærlega fyrir skemmtunina. Meðal annars lögðu leiklistar- og afreksíþróttanemar mikla vinnu fram við undirbúning og aðstoð þennan dag.