Stærðfræðikeppni framhaldsskóla
Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna verður haldin þriðjudaginn 4. október. Keppnin fer fram í öllum framhaldsskólum landsins á sama tíma. Hún skiptist í neðra og efra stig. Á neðra stigi eru þeir sem eru í STÆ403 og neðar og á efra stigi eru þeir sem eru búnir með STÆ403. Neðra stig hefur 2 klst. til að leysa keppnina en efra stig 2,5 klst. Þeir sem vilja taka þátt komi í stofu 107 kl. 8:10 á þriðjudaginn. Gangi ykkur vel.