Tónlistarvinnustofa í þýsku

27/9/2011

  • Fabio Nieaus og Sandro Jahn

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins komu hingað tveir ungir og upprennandi tónlistarmenn frá Hamburg, þeir Fabio Niehaus og Sandro Jahn. Þeir eru einnig tónlistarkennarar og stóðu fyrir tónlistarvinnustofu í Borgarholtsskóla. Nemendur í þýsku lögðu sitt af mörkum við upptöku lags sem er hluti verkefnis sem nefnist „Stairway – Schulabschluss für Straßenkinder“ (Stairway – menntun fyrir götubörn).

Tónlistarvinnustofa í þýskukennslu
Sandro og Fabio ásamt nemendum við upptökur.

Tónlistarvinnustofa í þýskukennslu
Hlustað á síðustu upptökuna.

Hægt verður að nálgast lagið á www.invasion-der-stimmen.de og styrkja málefnið um 99 cent um leið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira