Heilsudagur BHS 4. október

27/9/2011

  • Heilsueflandi skóli samsett lógó

Borgarholtsskóli verður með heilsudag þriðjudaginn 4. október. Þá verður verkefninu heilsueflandi Borgarholtsskóli formlega ýtt úr vör en vinna við verkefnið hófst síðastliðið vor í samstarfi við Lýðheilsustöð, nú Landlæknisembættið.

Við hvetjum starfsfólk og nemendur til þess að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í skólann þennan dag sem og aðra daga. Partur af bílaplani og salur skólans verða nýtt undir ýmsar uppákomur í frímínútum og hádegishléi. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá en hluti kennara leggur fyrir nemendur verkefni um næringu, sum þeirra þverfagleg.

Borgarholtsskóli fékk nýverið styrk úr forvarnasjóði til að vinna kennsluefni um næringu. Á þessu skólaári er næring einmitt þema verkefnisins heilsueflandi Borgarholtsskóli. Það má lesa nánar um verkefnið í frétt á vef skólans frá því í mars. Á vef Lýðheilsustöðvar eru einnig upplýsingar um verkefnið heilsueflandi framhaldsskólar. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira