Samvinna norrænna kvikmyndanema

22/9/2011

  • Nordic Film Relay 2011

Nordic Film Relay er samstarfsverkefni Danmerkur, Íslands, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar þar sem um 75 nemendur í kvikmyndagerð vinna 10 stuttmyndir saman. Verkefnið stendur yfir í tvær vikur eða frá föstudeginum 9. september til laugardagsins 24. september. 

Þátttakendur frá hverju landi eru frá Árósum, Reykjavík, Bergen, Oulu og Malmö. Fimmtán ungmennum frá hverju landi er skipt í 5 hópa. Hópar númer 1 í hverju landi vinna saman og svo framvegis. Útkoman verður 5 stuttmyndir og er hver stuttmynd gerð af krökkum í þessum 5 löndum. Allar stuttmyndirnar verða teknar upp á síma og samskipti milli ungmennan í vekefninu eiga sér stað í gegnum Facebook og Twitter.

Kvikmyndaverkefnið fer í gegnum Ísland, Noreg, Finnland, Svíþjóð og endar í Danmörku þar sem það verður sett saman og sýnt á Nordic Panorama Film Festival í Árósum.

Nordisk Panorama kvikmyndahátíð

Föstudaginn 9. september sendu hóparnir 5 í Danmörku sínum hóp á Íslandi Twitter-skilaboð til að vinna með. Twitter skilaboðin innihéldu allt frá titlum, tillögu að opnunaratriðinu, stuttan söguþráð eða ákveðið „dogma“.

Hóparnir á Íslandi eru nemar í kvikmyndagerð í Borgarholtsskóla. Þeir fengu 72 klukkustundir til að ljúka kvikmyndabroti. Reglurnar eru þær að aðeins má skjóta á farsímamyndavélar, brotið má ekki vera lengra en 2 mínútur og á að tengjast Twitter-skilaboðunum sem danska liðið sendi.

Þegar íslenska liðið kláraði sendu það stuttmyndirnar sínar ásamt Twitter skilaboðum til Noregs. Frá Noregi héldu myndirnar áfram með sömu reglum til Finnlands, Svíþjóðar og að lokum er myndin kláruð í Danmörku þar sem hún verður frumsýnd 24. september í Øst for Paradis, kvikmyndahúsinu í Árósum klukkan 19:00.

Það er hægt að fylgjast með stuttmyndunum og Twitter-skilaboðunum á Lommefilm.dk og á Facebook. Guðrún Ragnarsdóttir kennari hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira