Leiklist í þýskunámi
Síðstliðinn föstudag breyttist þýskustofan í leiksvið. Nemendur sömdu og settu á svið örleikrit á þýsku, sem þau unnu upp úr léttlestrarbók undir handleiðslu leiklistarkennara frá Þýskalandi, Birgit Oelschläger.
Allir skemmtu sér konunglega við áhorf og leik. Öll samskipti milli nemenda og kennarans fóru fram á þýsku. Þeir þurftu að skilja fyrirmæli, leiðbeiningar og ræða um innihaldið á erlenda tungumálinu.

Á laugardeginum fór síðan fram leiklistarnámskeið fyrir þýskukennara sem komu víða að. Það var mjög góð reynsla, að prófa það sem nemendur höfðu farið í gegnum deginum áður og rétt eins og þeir að vinna bug á feimni og óöryggi gagnvart nýrri aðferð, nýjum miðli. Einnig kenndi Birgit okkur kennurum margar skemmtilegar æfingar sem nýta má á ýmsan hátt í þýskukennslunni.