Hjartastuðtæki

21/9/2011

  • Hjartastuðtæki

Borgarholtsskóli hefur fest kaup á hjartastuðtæki. Um er að ræða Primedic hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki frá Eirbergi. Það er með íslensku tali og á að vera einfalt og öruggt í notkun. Hjartastuðtækið er geymt í opnu rými miðsvæðis í skólanum til að tryggja gott aðgengi í neyðartilvikum. Hjúkrunarfræðingur frá söluaðila hefur sýnt starfsfólki hvernig nota á tækið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira