Hjartastuðtæki
Borgarholtsskóli hefur fest kaup á hjartastuðtæki. Um er að ræða Primedic hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki frá Eirbergi. Það er með íslensku tali og á að vera einfalt og öruggt í notkun. Hjartastuðtækið er geymt í opnu rými miðsvæðis í skólanum til að tryggja gott aðgengi í neyðartilvikum. Hjúkrunarfræðingur frá söluaðila hefur sýnt starfsfólki hvernig nota á tækið.