TIA - Leonardo verkefni

20/9/2011

  • Kennararnir sem munu stýra verkefninu

Listnámsbraut Borgarholtsskóla er að hefja vinnu við áhugavert verkefni þessa dagana. Verkefnið heitir TIA og er styrkt af  Leonardo. Um er að ræða samstarfsverkefni Lettlands, Eistlands, Ítalíu og Íslands.

Markmið verkefnisins er að efla samvinnu listgreina og verkgreina á milli landa. Haldnar verða þrjár vinnubúðir, sú fyrsta í Eistlandi og Lettlandi, síðan á Ítalíu og síðast á Íslandi. Þrír nemendur verða valdir til að taka þátt í verkefnunum og verður það gert strax eftir áramótin. Verkefnið stendur yfir frá vori 2012 - 2013.

Nöfn þeirra skóla sem taka þátt í verkefninu auk Borgarholtsskóla:

  • Istituto di Istruzione Superiore G. Mazzatinti - Ítalía
  • Jāņa Rozentāla Rīgas Mākslas vidusskola – Lettland
  • Tartu Kunstikool - Eistland

Á myndinni eru kennararnir sem munu stýra verkefninu en hún var tekin í Tartu í Eistlandi nú í byrjun september. Kristveig Halldórdórsdóttir stýrir verkefninu fyrir Borgarholtsskóla.

Verkefnið er eins konar framhald á SAMPO verkefninu sem hlaut einróma lof og lauk síðasta sumar.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira