Tvær í ungmennalandsliði
Þórdís María Aikman og Katrín Gylfadóttir, nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla, voru á dögunum valdar í u19 ára landslið kvenna í knattspyrnu. Liðið leikur þrjá leiki í riðlakeppni Evrópumóts ungmennalandsliða.
Íslenska liðið vann Slóveníu 2-1 í fyrsta leik liðsins á laugardag þar sem Katrín skoraði seinna mark liðsins. Í kvöld mánudag verður leikið gegn Kasakstan kl. 16:00 á Selfossvelli og gegn Wales næsta fimmtudag kl. 16:00 á Fylkisvelli. Ef liðið vinnur riðilinn kemst það í milliriðil mótsins. Hér má sjá stöðuna í riðlinum.
Þetta er verðugt verkefni fyrir stelpurnar sem eru vel að valinu komnar. Þórdís er markmaður og Katrín miðjumaður og báðar eru þær fyrirmyndar nemendur.