Tvær í ungmennalandsliði

19/9/2011

  • Þórdís María Aikman og Katrín Gylfadóttir nemendur af afreksíþróttasviði

Þórdís María Aikman og Katrín Gylfadóttir, nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla, voru á dögunum valdar í u19 ára landslið kvenna í knattspyrnu. Liðið leikur þrjá leiki í riðlakeppni Evrópumóts ungmennalandsliða.

Íslenska liðið vann Slóveníu 2-1 í fyrsta leik liðsins á laugardag þar sem Katrín skoraði seinna mark liðsins. Í kvöld mánudag verður leikið gegn Kasakstan kl. 16:00 á Selfossvelli og gegn Wales næsta fimmtudag kl. 16:00 á Fylkisvelli. Ef liðið vinnur riðilinn kemst það í milliriðil mótsins. Hér má sjá stöðuna í riðlinum.

Þetta er verðugt verkefni fyrir stelpurnar sem eru vel að valinu komnar. Þórdís er markmaður og Katrín miðjumaður og báðar eru þær fyrirmyndar nemendur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira