Brunaæfing í Borgarholtsskóla
Árleg brunaæfing var haldin í Borgarholtsskóla klukkan 9 í morgun. Nemendur vissu ekki af æfingunni fyrirfram en þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang leiddi starfsfólk hópinn út á bílaplan samkvæmt rýmingaráætlun. Það tók aðeins um 5 mínútur að rýma húsnæðið.
Bættum við tímann um fjórar mínútur frá því í fyrra sem er ásættanlegur tími. Veður var þurrt og gott sem kom sér vel fyrir þá sem fóru skólausir út.