Busadagur

9/9/2011

  • Busadagur 2011

Árleg busavígsla var í skólanum í gær fimmtudag. Eldri nemendur tóku á móti nýnemum þegar þeir mættu í skólann. Busarnir þurftu að klæða sig í merkta stuttermaboli, ganga ákveðna leið í gegnum skólann, gera ýmsar æfingar og syngja.

Nýnemar voru sóttir í kennslustund um klukkan 11:30 og síðan gekk hersingin niður í Gufunesbæ. Þar beið mysudrykkur og þrautabraut eftir nemendum. En allir fengu grillaða pylsu og ávaxtasafa á eftir. Dagurinn var til gleði fyrir flesta.

Um kvöldið var busaball í Rúbín við Öskjuhlíð sem stóð frá kl. 22 til kl. 1 eftir miðnætti. XXX Rottweiler, Steindi Jr. og Intro Beats héldu uppi fjörinu. Kennsla hófst ekki fyrr en kl. 9:50 daginn eftir.

Busadagur 2011
Busadagur 2011
Busadagur 2011Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira