Lífsleikniferðalag

7/9/2011

  • Lífsleikniferð 2011

Föstudaginn 2. september héldu kennarar í lífsleikni með um 250 nýnema í ferðalag um Grindavík og nágrenni. Markmið ferðarinnar var að hrista hópinn saman, æfa hópavinnu, kynnast íslenskri náttúru og sögu þess svæðis sem heimsótt var.

Ferðin tókst vel og veður var hið besta. Meðal þess sem nemendur gerðu var að fara í ratleik, taka þátt í ljósmyndamaraþoni og heimsækja Salfisksetrið í Grindavík. Eftir grill var farið í fjallgöngu.

Nemendur á almennri námsbraut upplifðu draugalega stemningu í Maríuhellum í Heiðmörk og héldu síðan sem leið lá að hverasvæðinu í Krýsuvík. Því næst kepptu bekkirnir sín á milli í hinni árlegu vörðukeppni en að því loknu var haldið til Grindavíkur þar sem frábær aðstaða á tjaldstæði bæjarbúa var nýtt til að grilla pylsur.

Vörðukeppni hjá almennri námsbraut
Lífsleikniferð 2011
Lífsleikniferð 2011
Lífsleikniferð 2011
Lífsleikniferð 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira