Flúðasigling á Hvítá

5/9/2011

  • Rafting ferð afreksfólk 2011

Föstudaginn 26. ágúst fór hópur nýnema á afreksíþróttasviði ásamt kennurum á Hvítá í svokallað river rafting. Farin var 7 kílómetra leið gegnum falleg gljúfur og  margvíslegar flúðir. Við Brúarhlöð gátu ræðarar sem þess óskuðu stokkið niður af kletti í ána.

Þátttakendur sátu 4-12 saman í uppblásnum raft-báti ásamt leiðsögumanni. Allir klæddust sérstökum blautgöllum, björgunarvestum og hjálmum.

Þetta var mjög góð ferð í alla staði og mikið fjör en einn aðaltilgangur ferðarinnar var að hrista hópinn saman. Að ferð lokinni fengu allir góðan grillmat.

Rafting ferð afreksfólk 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira